Færsluflokkur: Bloggar
27.7.2009 | 17:39
Samninganefnd
Össur: Diplómatískur sigur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.7.2009 | 20:41
33 þingmenn
Lettar styðja Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
8.7.2009 | 11:31
Allt í einu eru minnisblöð einskis virði
Núverandi ríkisstjórn hefur haldið því fram, að fyrrverandi ríkisstjórn hafi verið búin að ganga frá samkomulagi við Breta strax í okt./nóv. í fyrra. Bæði Steingrímur J. og Jóhanna Sigurðardóttir fullyrða, að þau séu eingöngu að gera sitt besta til að lágmarka skaðann, sem fyrri ríkisstjórn kom íslensku þjóðinni í. Hins vegar hefur það margoft verið upplýst - og staðfest - að ekkert samkomulag hafi verið gert við Breta, hvorki um Icesave né nokkuð annað. Hins vegar settu einn eða tveir ráðherrar fyrri ríkisstjórnar stafi sína undir minnisblað, þar sem velt var upp möguleikum og hugmyndum um hvernig þessar tvær þjóðir gætu nálgast málið. Það skal áréttað, að hér var um minnisblað að ræða, sem getur aldrei verið ígildi samnings.
Nú bregður hins vegar svo við, að minnisblað, sem Össur Skarphéðinsson fékk frá bresku lögmannsstofunni Mishcon de Reya 29. mars þess efnis, að Íslendingar beri enga ábyrgð á Icesave samkvæmt lögum - allt í einu hefur "minnisblað" enga þýðingu. Að vísu fullyrðir Össur, að hann hafi aldrei séð þetta minnisblað. Segir líka, að það hefði engu breytt, þótt það hefði verið notað í þeim samningum, sem núverandi ríkisstjórn hefur handsalað gagnvart Bretum. Minnisblað er ekkert, sem hægt er að byggja á. Ekki núna. Steingrímur J. hefur hins vegar fullyrt, að þessu sama minnisblaði hafi verið veifað af samninganefndinni (undir dyggri stjórn Svavars Gestssonar!!) en Bretar hefðu hundsað það eins og hvert annað prump. Steingrímur viðurkennir líka -allt í einu og í fyrsta sinn - að lagaóvissan hafi alltaf verið til staðar. En þrátt fyrir óvissuna krefst hann, að alþingi samþykki þennan óskapnað, þótt samþykkið þýði, að hver einasti Íslendingur fari í þrot. Niðurstaða mín er sú, að samninganefndin, sem ríkisstjórnin skipaði til að leiða þessa samninga við Breta, var skipuð viðvaningum og þess vegna eru málin komin í þennan hnút. Mishcon de Reya bauðst til að vinna þetta mál fyrir íslensku ríkisstjórnina en það var afþakkað. Steingrímur J. og Jóhanna Sig. töldu, að íslenska samninganefndin hefði í fullu tré við þá bresku. Og þess vegna er íslenska þjóðin komin á kaldan klaka.
„Mér er sagt það sé til“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2009 | 11:52
Icesave
Innstæðutryggingar ná ekki yfir hrunið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.7.2009 | 13:40
Frekja
Eimskip sýknað af kröfu Baldurs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.7.2008 | 23:10
Rugludallar
Stundum held ég, að sömu aðilar pikki inn Vísir.is og Mbl.is. Slíkt er ruglið. Legg til, að þessir aðilar fari aftur í þriðja bekk barnaskóla.
FARC fordæmir svik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 23.8.2019 kl. 15:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar