7.7.2009 | 11:52
Icesave
Steingrímur J. fékk flokksbróður sinn, Svavar Gestsson, til að fara fyrir "samninganefnd" íslenska ríkisins. Til hvers þurfti þessa nefnd þegar henni var uppálagt að gera ekki annað en setja stafi sína undir það sem Bretar (og Hollendingar) höfðu ákveðið? Hvar fékk Svavar skólun í samningagerð? Af hverju voru ekki fengnir reyndir menn í þessu fagi, sem kunnu að fást við hluti af þessu tagi? Á hverjum degi - og jafnvel oft á dag - eru að koma fram upplýsingar um, að okkur ber engan veginn að borga þessa Icesavereikninga. Enda var það ekki íslenska þjóðin, sem stofnaði til þessara reikninga, heldur öráir montrassar, sem eru að vísu - því miður - Íslendingar. Gylfi Magnússon setur samasemmerki milli þessara fjárglæframanna (sem eru innan við 100) og íslensku þjóðarinnar. Þetta er bara bull og getur ekki staðist neina skoðun. Ef íslenska ríkisstjórnin ætlar að gerast ábyrgðaraðili - fyrir hönd íslensku þjóðarinnar - vegna þessara glæpamanna - þá er hún vitandi vits að setja alla Íslendinga í gjaldþrot. Í stuttu máli: Alþingi á að sjá sóma sinn í að fella þennan samning (óskapning) og þar með dæma þá, sem að honum stóðu, út úr stjórnmálum. Að lokum: Framsóknarmaður á Suðurlandi (orðinn aldraður), sem ritaði stundum greinar í Þjóðólf, endaði skrif sín oftast: Íslandi allt! Ég geri það líka.
Innstæðutryggingar ná ekki yfir hrunið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Myndskeið: Stórbrotið útsýni af flugbrautinni
- Maskína: Framsókn í fallbaráttu
- Myndir: Hraunið komið inn á bílaplan Bláa lónsins
- Gosstöðvarnar ekki aðgengilegar fyrir ferðamenn
- Vatnsleki hjá Brauð & co
- Má segja að þetta gos hafi þjófstartað
- Hraunið við bílastæði Bláa lónsins
- Stal munum úr starfsmannaaðstöðu
- Virknin dregist saman um 600 metra
- Rafmagn komið á: Engin viðgerð fyrr en eftir gosið
- Erum í miðri hrinu: Styttist í Eldvörp
- Fylla í skörð í varnargarði
- Ábyrgt stjórnvald hljóti að áfrýja
- Blóðkám á vegg ráðhússins
- Mæðgur dæmdar til að greiða 64 milljónir
Athugasemdir
Svavar er faðir Svöfu sem hafði afskipti af Rey á sínum tíma það kom sér illa fyrir Steingrím sem er innvígður í spillingararm Samfylkingarinnar.
Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 12:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.